Skólaskrifstofan

Skólaskrifstofa Austurlands er sérfræðiþjónusta skólans. Skólaskrifstofa Austurlands er byggðasamlag 7 sveitarfélaga á Austurlandi frá Vopnafirði í norðri til Djúpavogshrepps í suðri.  Starfsemi skrifstofunnar byggir á samningi byggðasamlagsins og lögum um leik- og grunnskóla nr. 90 og 91/2008 og reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.

Deildarstjórar sérkennslu eru tengiliðir við Skólaskrifstofu. Allar umsóknir vegna sérfræðiþjónustu og greininga fara í gegnum tengilið til Skólaskrifstofu. Foreldrar geta haft frumkvæði að athugunum og er bent á að hafa samband við umsjónarkennara nemenda sem fyrsta skref. 

Skólastjóri og foreldrar þurfa að skrifa undir allar beiðnir um sérfræðiþjónustu. Mikilvægt er að farið sé með allar umsóknir sem trúnaðarmál.