Markmið: Að stuðla að jákvæðum og uppbyggjandi samskiptum.
Egilsstaðaskóli er Olweusarskóli og fylgir Olweusaráætluninni gegn einelti. Í skólanum er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggjandi samskipti og litið svo á að það sé samstarfsverkefni heimila og skóla að stuðla að velferð nemenda. Yfirlýst stefna skólans er: VIÐ LEGGJUM EKKI AÐRA Í EINELTI. Vikulegir bekkjarfundir, fastir umræðufundir starfsfólks, foreldrafundir árganga, vinadagurinn og vinabekkir eru þáttur í Olweusaráætluninni.
Olweusaráætlun Egilsstaðaskóla