Verkaskipting stjórnenda 2019-2020

 Í umsjón skólastjóra - Ruth

 

 • yfirumsjón með stefnumótun og faglegu starfi
 • áætlanagerð vegna fjárhagsmála
 • umsjón með starfsáætlun
 • starfsmannahald og ráðningar starfsfólks
 • vinnuskýrslur starfsmanna
 • samskipti við fræðsluyfirvöld og skólaskrifstofu
 • vinnur með skólaráði
 • kaup á búnaði og framkvæmdir
 • umsjón með framkvæmd samræmdra prófa í samráði við aðstoðarskólastjóra
 • gerir endurmenntunaráætlun
 • umsjón með forföllum
 • yfirumsjón með Frístund
 • yfirumsjón með matarmálum og samráði við matráð
 • yfirumsjón með skólaakstri nemenda
 • yfirumsjón með nemendaverndarráði
 • situr í áfallateymi
 • situr í forvarnarteymi Fljótsdalshéraðs
 • tengiliður við barnaverndaryfirvöld
 • fundar með lausnarteymi /eineltisteymi
 • samráð við skólastjóra tónlistarskóla
 • yfirumsjón með fjáröflun nemenda vegna skólaferðarlags.
 • tekur starfsmannaviðtöl
 • heldur utan um samráðsfundi með verkgreinakennurum, íþróttakennurum og skólaliðum
 • hefur umsjón með innleiðingu nýrrar námskrár og endurskoðun skólanámskrár
 • situr í teymum nemenda samkvæmt skipulagi
 • umsjón með útleigu húsnæðis
 • móttaka kennaranema

 Í umsjón aðstoðarskólastjóra/ deildarstjóri 8.-10. bekkjar – Sigurbjörg

 

 • er staðgengill skólastjóra
 • sér um að færa reikninga og vinnur ásamt skólastjóra að áætlunum vegna fjárhagsmála
 • umsjón með vali í 8.-10.bekk
 • deildarstjóri á elsta stigi
 • fundar með nem/kenn/foreldrum vegna mætinga eða annars
 • situr í teymi nemenda á stiginu skv. skipulagi
 • veitir ráðgjöf til kennara á stiginu
 • hefur umsjón með foreldrafundum í 8.-10. bekk
 • hefur umsjón með innleiðingu nýrrar námskrár og endurskoðun skólanámskrár ásamt skólastjóra
 • tekur starfsmannaviðtöl með skólastjóra
 • umsjón með skólafærninámskeiði í 8.bekk
 • situr í nemendaverndarráði
 • umsjón með tölvumálum og heimasíðu
 • stýrir Glóðinni – þróunarverkefni um bættan námsárangur
 • umsjón með rútuferðum vegna vettvangsferða
 • vinnur með skólastjóra að áætlanagerð
 • situr í áfallateymi
 • hefur umsjón með innri starfsmannasíðu
 • vinnur með nemendaráði skólans og hefur yfirumsjón með félagsstarfi nemenda
 • umsjón með innleiðingu Mentor – K3 kennsluáætlunarhlutans
 • fundar með lausnarteymi /eineltisteymi
 • hefur umsjón með lyklum að stofnunni
 • hefur umsjón með fyrirlögnum kannana
 • situr í stýrihóp fræðsluáætlunar almennra starfsmanna.

 Í umsjón deildarstjóra sérkennslu - Harpa

 

 • deildarstjóri sérkennslu 4.-10.bekk
 • veitir ráðgjöf til kennara, sérkennara og foreldra vegna sérkennslu
 • gerir tillögu um útdeilingu sérkennslukvóta fyrir skólann og hefur yfirumsjón með sérkennsluáætlun skólans.
 • hefur umsjón með teymum nemenda með miklar sérþarfir í 4.-10.bekk og heldur utan um teymisfundi
 • situr í nemendaverndarráði og undirbýr mál sem þangað fara í samráði við kennara, foreldra og skólastjóra.
 • fundar með lausnarteymi /eineltisteymi
 • sér um samskipti við túlkaþjónustu
 • umsjón með upplýsingum varðandi einstaka nemendur í 4.-10. bekk til starfsmanna og starfsfólks í íþróttahúsi.
 • sér um stundatöflugerð stuðningsfulltrúa ásamt skólastjóra
 • sér um skýrslugerð, varðveislu gagna og samráð við stofnanir s.s. Greiningarstöð ríkisins, Heyrnar og talmeinastöðina.
 • sér um umsóknir vegna greininga á nemendum og samskipti er þær snertir.
 • yfirumsjón með gerð einstaklingsáætlana fyrir nemendur í 4.-10.bekk
 • umsóknir um frávik vegna samræmdra prófa í 4., 7. og 9.bekk
 • hefur yfirumsjón með þjónustu vegna tvítyngdra nemenda í 4.-10.bekk
 • er í tengslum við greiningaraðila og félagsþjónustu vegna nemenda
 • tengiliður við Skólaskrifstofu vegna skimana, greininga og skilafunda
 • fylgir eftir úrbótaáætlunum í kjölfar skimana í samráði við deildarstjóra og umsjónarkennara.
 • stýrir framkvæmd lestrarprófa í samráði við umsjónarkennara og sérkennara.

Í umsjón deildarstjóra sérkennslu og deildarstjóra 1.-3.bekkjar - Jónína

 • deildarstjóri á yngsta stigi 1.-3.bekkur
 • sér um samráðsfundi 1.-3.bekkjar
 • fundar með nem/kenn/foreldrum vegna hegðunar, mætinga eða annars í 1.-3.bekk
 • situr í teymi nemenda í 1.-3.bekk skv. skipulagi
 • hefur umsjón með foreldrafundum í 1.-3. bekk
 • fundar með lausnarteymi/ eineltisteymi
 • aðstoðar kennara vegna hegðunarmála
 • umsjón með samskiptum við leikskólastigið og tengiliður vegna nemendaheimsókna
 • fylgir eftir úrbótaáætlunum vegna skimana í samráði við deildarstjóra sérkennslu og umsjónarkennara.
 • deildarstjóri sérkennslu 1.-3.bekk
 • veitir ráðgjöf til kennara, sérkennara og foreldra vegna sérkennslu.
 • gerir tillögu um útdeilingu sérkennslukvóta fyrir 1.-3.bekk
 • hefur umsjón með teymum nemenda með miklar sérþarfir í 1.-3.bekk og heldur utan um teymisfundi.
 • situr í nemendaverndarráði og undirbýr mál af yngsta stigi sem þangað fara í samráði við kennara, foreldra og skólastjóra.
 • fundar með lausnarteymi /eineltisteymi
 • umsjón með upplýsingum varðandi einstaka nemendur í 1.-3.bekk til starfsmanna og starfsfólks í íþróttahúsi.
 • sér um stundatöflugerð stuðningsfulltrúa ásamt skólastjóra
 • sér um skýrslugerð, varðveislu gagna og samráð við stofnanir s.s. Greiningarstöð ríkisins, Heyrnar og talmeinastöðina.
 • sér um umsóknir vegna greininga á nemendum og samskipti er þær snertir.
 • yfirumsjón með gerð einstaklingsáætlana fyrir nemendur í 1.-3.bekk
 • hefur umsjón með skilafundum í 1.-3.bekk
 • hefur yfirumsjón með þjónustu vegna tvítyngdra nemenda í 1.-3.bekk
 • er í tengslum við greiningaraðila og félagsþjónustu vegna nemenda
 • tengiliður við Skólaskrifstofu vegna skimana, greininga og skilafunda 1.-3.bekkur
 • fylgir eftir úrbótaáætlunum í kjölfar skimana í samráði við deildarstjóra og umsjónarkennara.
 • stýrir framkvæmd lestrarprófa í 1.-3.bekk í samráði við umsjónarkennara og sérkennara.

 
Í umsjón deildarstjóra 4.-7.bekkjar: - Dagbjört

 •  deildarstjóri á miðstigi 4.-7.bekk
 • sér um samráðsfundi 4. - 7. bekkja
 • fundar með nem/kenn/foreldrum vegna hegðunar, mætinga eða annars í 4.-7.bekk
 • situr í teymi nemenda í 4.-7.bekk skv. skipulagi
 • hefur umsjón með foreldrafundum í 4.-7. bekk
 • fundar með lausnarteymi /eineltisteymi
 • aðstoðar kennara vegna hegðunarmála
 • fylgir eftir úrbótaáætlunum vegna skimana í samráði við deildarstjóra sérkennslu og umsjónarkennara.
 • hefur umsjón með námsgögnum og bókapöntunum
 • umsjón með heimasíðu ásamt aðstoðarskólastjóra
 • umsjón með fótboltavelli / körfuboltavelli og ráðstöfun hans í samráði við nemendur
 • sér um skipulag gæslu í frímínútum og heldur utan um gæslufundi í samvinnu við skólastjóra.
 • heldur utan um I-pada kennara – samningsgerð.
 • fylgir eftir nýjum starfsmönnum í starfi
 • hefur umsjón með tæknimálum í sal

 

 


sameiginleg verkefni stjórnenda:

 • gerð skóladagatals
 • starfsmanna og kennarafundir- fundaráætlun
 • skólanámskrá
 • kynna sér nýjungar og koma þeim á framfæri
 • halda uppi virkri umræðu um nám og kennslu.
 • að samræma vettvangsferðir og þemadaga
 • framfylgja skólastefnu og styðja við þróunarstarf
 • námsmat og sjá til þess að samræmi sé í því
 • ráðstöfun kennslumagns - viðmiðunarstundaskrá