Fréttir

Stríðsárin

Stríðsárin eru til umfjöllunar í samfélagsfræði í 9. bekk. Fjallað er um fyrri og seinni heimsstyrjöldina og áhrif styrjaldanna á Ísland. Allir vinna lokaverkefni þar sem viðfangsefnið er tengt stríðsárunum á einhvern hátt. Foreldrum og forsjáraðilum var boðið að koma og sjá afrakstur vinnunnar á þemadögum. Verkefnin voru mjög fjölbreytt og víða leitað fanga. Þar mátti m.a. sjá líkön, vopn, myndbandskynningar, plaköt og myndverk. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af kynningunni.
Lesa meira

Skertur dagur 24. apríl

Miðvikudaginn 24. apríl er skóladagur skertur hjá nemendum. Nemendur í 1. - 4. bekk ljúka skóladegi að loknum hádegismat kl. 12.00. Frístund er opin en sérstök skráning fyrir þennan dag. Skráningunni lýkur 22. apríl. Nemendur í 5. - 7. bekk eru í skólanum til 11.20. Nemendur í 8. - 10. bekk eru í skólanum til 11.10. Skólabílar fara klukkan 12.00. Fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum. Föstudaginn 26. apríl er starfsdagur hjá kennurum. Frístund er lokuð.
Lesa meira

Þemadagar í apríl

Skólastarfið síðastliðna tvo daga hefur verið með óhefðbundnum hætti. Nemendur unnu að margvíslegum verkefnum, í hópum og á stöðvum, inni og úti. Meðal viðfangsefnanna voru skjaldarmerki Íslands, heimabyggðin, stríðsárin, vinabandagerð, stuttmyndagerð, útivist og hreyfing. Í 8. bekk bjuggu krakkarnir til spil og krakkarnir í 7. bekk kynntu sér þjóðsögur sem þau gerðu svo stuttmyndir uppúr. Í gær var einnig úrtökukeppni fyrir Skólahreysti til að velja þátttakendur í liðið sem fer og keppir í Skólahreysti á Akureyri 30. apríl nk. Í dag var opið hús og fjöldi gesta heimsótti okkur. Sveitarstjórn var boðið að koma og kynna sér tillögur nemenda í 10. bekk um hvernig þau myndu skipuleggja svæði í sveitarfélaginu. Einnig kynntu nemendur í 9. bekk verkefni um stríðsárin sem þau hafa unnið að í samfélagsfræði undanfarnar vikur. Fleiri myndir af stríðsáraverkefnum og heimabyggðarverkefnum birtast á heimasíðunni á næstu dögum.
Lesa meira

Val á unglingastigi

Hluti af námi nemenda er sett upp sem val. Eftir því sem krakkarnir verða eldri eykst vægi vals og er því mest á unglingastigi. Vali á unglingastigi er skipt í fjögur tímabil yfir veturinn og nemendur velja hvaða námskeið eða viðfangsefni þau hafa mestan áhuga á. Það sem hefur verið í vali þetta skólaár er m.a. leirmótun, skák, framandi matreiðsla og bakstur, forritun, teikning og málun. Einnig hafa verið námskeið þar sem nemendur gerðu sér prógram í ræktina og unnu eftir, enski boltinn og námskeið þar sem var fjallað um raunveruleikaþætti og nú síðast er námskeið þar sem er pælt í körfubolta ásamt því að spila þegar veður leyfir. Nýta má hluta af vali nemenda á unglingastigi sem svokallað utanskólaval en þá fá nemendur metið tómstundastarf utan skóla. Nemendaráð og Leiðtogaráð voru hluti af vali á þessu skólaári og það hefur gefist vel. Hluti af námi nemenda er sett upp sem val. Eftir því sem krakkarnir verða eldri eykst vægi vals og er því mest á unglingastigi. Vali á unglingastigi er skipt í fjögur tímabil yfir veturinn og nemendur velja hvaða námskeið eða viðfangsefni þau hafa mestan áhuga á. Það sem hefur verið í vali þetta skólaár er m.a. leirmótun, skák, framandi matreiðsla og bakstur, forritun, teikning og málun. Einnig hafa verið námskeið þar sem nemendur gerðu sér prógram í ræktina og unnu eftir, enski boltinn og námskeið þar sem var fjallað um raunveruleikaþætti og nú síðast er námskeið þar sem er pælt í körfubolta ásamt því að spila þegar veður leyfir. Nýta má hluta af vali nemenda á unglingastigi sem svokallað utanskólaval en þá fá nemendur metið tómstundastarf utan skóla. Nemendaráð og Leiðtogaráð voru hluti af vali á þessu skólaári og það hefur gefist vel. Meðfylgjandi myndir eru frá gærdeginum og sýna nemendur vinna að ýmsum verkefnum í valinu.
Lesa meira

Eldur, ís og mjúkur mosi

Egilsstaðaskóli hefur í vetur verið þátttakandi í verkefninu Eldur, ís og mjúkur mosi sem er samstarfsverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs, Náttúrminjasafns Íslands, listafólks og skóla. Verkefnið fékk styrk úr Barnamenningarsjóði í fyrravor og í vetur hafa krakkarnir í 3ja bekk unnið fjölbreytt verkefni tengd listsköpun, náttúruvernd og Vatnajökulsþjóðgarði undir leiðsögn Írisar Lindar Sævarsdóttur listakonu auk umsjónarkennara árgangsins. Krakkarnir lásu söguna Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og unnu svo sérstaklega með hlutann þegar Flumbra fer að hitta kærastann sinn. Það leiddi þau til þess að skoða leiðir og staði í þjóðgarðinum og fjölbreytta náttúruna sem þar er að finna. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður hitti krakkana og ræddi við þau um þjóðgarðinn. Þau bjuggu til sín eigin tröll og Íris Lind aðstoðaði svo við að vinna myndverk með umhverfi fyrir tröllin. Krakkarnir skrifuðu líka stuttar sögur og bjuggu til myndband í Stop-motion sem þau töluðu inn á eða settu texta. Að auki lærðu krakkarnir ljóðið Vont og gott eftir Þórarin Eldjárn, skrifuðu það upp og myndskreyttu. Foreldrum og aðstandendum var boðið á sýningu þar sem afrakstur verkefnisins var til sýnis og krakkarnir buðu líka upp á veitingar. Það er ekki ólíklegt að umhverfið í þjóðgarðinum hafi með þessu verkefni fengið aðra og meiri merkingu fyrir krakkana í 3ja bekk því nú þekkja þau ýmis kennileiti og hver veit nema tröllin þeirra leynist einhversstaðar bak við hæð!
Lesa meira

Útivistardagur í blíðviðri

Þrátt fyrir ýmsar hindranir í aðdraganda útivistardagsins, slæma veðurspá, lokað skíðasvæði og bilaða rútu, voru nemendur og starfsfólk skólans hæstánægð með hve vel útivistardagurinn heppnaðist. Boðið var upp á skíðaferð eða útivist í Eyjólfsstaðaskóla, við Blöndalsbúð, þar sem Náttúruskólinn lagði upp dagskrá á fjölbreyttum stöðvum. Um morguninn þurfti að taka snöggar ákvarðanir þegar kom í ljós að lokað var í Stafdal vegna veðurs en umsjónarmaður skíðasvæðisins í Oddskarði brást við og bauð okkur velkomin þangað. Útivistardagurinn er kærkomin tilbreyting í skólastarfinu en rúmlega 200 börn úr 5. - 10. bekk nutu þess að skíða, baka lummur og brauðorma yfir eldi, súrra, mála snjó og fleira skemmtilegt. Meðfylgjandi eru myndir sem starfsfólk tók.
Lesa meira

Námskeið Náttúruskólans

Í vikunni var haldið námskeið á vegum Náttúruskólans fyrir starfsfólk Egilsstaðaskóla. Þar var m.a. farið yfir gildi útikennslu og tækifærin sem felast í því að læra að þekkja umhverfið sitt og náttúruna. Þátttakendur lærðu að súrra, spila frisbee-golf, kveikja eld og elda yfir opnum eldi. Auk þess voru kenndir leikir og fleira hagnýtt. Markmiðið með námskeiðinu var að gera kennara og annað starfsfólk færara um að kenna nemendahópum úti og styrkja þannig tengsl okkar við umhverfið.
Lesa meira

Dýrin í Hálsaskógi - árshátíð 1. og 2. bekkjar

Krakkarnir í 1. og 2. bekk héldu síðustu árshátíð vetrarins þegar þau sýndu Dýrin í Hálsaskógi í vikunni. Eins og ávallt koma fjölmargir að undirbúningi og framkvæmd árshátíða því þau eru mörg handtökin. Tónlistarskólinn á Egilsstöðum sá um tónlistarflutning og Margrét Lára æfði og stjórnaði söngatriðum. Nemendur úr 7. bekk voru fengnir til að stjórna hljóði og ljósum og sömuleiðis aðstoðuðu nemendur úr 7. bekk við að mála leikarana. Að venju komu þau Hjalti Stefánsson og Heiður Ósk Helgadóttir og tóku sýninguna upp. Hægt verður að kaupa USB lykil með sýningunni á síðar í vetur. Nemendur og starfsfólk Egilsstaðaskóla þakkar öllum þeim sem hafa aðstoðað við uppsetningar á árshátíðum vetrarins og gestum sem hafa komið á sýningarnar.
Lesa meira

Öll dýrin í skóginum eru vinir

Krakkarnir í 3. og 4. bekk sýndu Dýrin í Hálsaskógi á árshátíð sinni. Það var mikill spenningur í hópnum en allir stóðu sig með mikilli prýði á sýningunni. Kennarar og nemendur í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum tóku þátt í sýningunni með því að spila undir í sönglögunum. Margrét Lára Þórarinsdóttir tónlistarkennari æfði sönghópana og Berglind Halldórsdóttir stjórnaði hljómsveitinni. Meðfylgjandi eru myndir úr Hálsaskógi.
Lesa meira

Frjáls framlög í sviðslistasjóð

Í dag er þriðja árshátíð skólaársins þegar nemendur í 3. og 4. bekk sýna Dýrin í Hálsaskógi. Það er ekki selt inn á árshátíðir í Egilsstaðaskóla en gestum er boðið að leggja til frjáls framlög sem hafa runnið í sviðslistasjóð skólans. Á þessu skólaári og því síðasta hefur verið hægt að kaupa hljóðnema, bæði lausa og á gólf, auk monitora sem eru notaðir á sýningum og viðburðum í skólanum. Það munar sannarlega um þessa viðbót í tækjakost skólans og við erum afar þakklát fyrir þessi framlög gesta sem koma að góðum notum.
Lesa meira