Fréttir

18.04.2024

Þemadagar í apríl

Skólastarfið síðastliðna tvo daga hefur verið með óhefðbundnum hætti. Nemendur unnu að margvíslegum verkefnum, í hópum og á stöðvum, inni og úti. Meðal viðfangsefnanna voru skjaldarmerki Íslands, heimabyggðin, stríðsárin, vinabandagerð, stuttmyndagerð, útivist og hreyfing. Í 8. bekk bjuggu krakkarnir til spil og krakkarnir í 7. bekk kynntu sér þjóðsögur sem þau gerðu svo stuttmyndir uppúr. Í gær var einnig úrtökukeppni fyrir Skólahreysti til að velja þátttakendur í liðið sem fer og keppir í Skólahreysti á Akureyri 30. apríl nk. Í dag var opið hús og fjöldi gesta heimsótti okkur. Sveitarstjórn var boðið að koma og kynna sér tillögur nemenda í 10. bekk um hvernig þau myndu skipuleggja svæði í sveitarfélaginu. Einnig kynntu nemendur í 9. bekk verkefni um stríðsárin sem þau hafa unnið að í samfélagsfræði undanfarnar vikur. Fleiri myndir af stríðsáraverkefnum og heimabyggðarverkefnum birtast á heimasíðunni á næstu dögum.
12.04.2024

Val á unglingastigi

Hluti af námi nemenda er sett upp sem val. Eftir því sem krakkarnir verða eldri eykst vægi vals og er því mest á unglingastigi. Vali á unglingastigi er skipt í fjögur tímabil yfir veturinn og nemendur velja hvaða námskeið eða viðfangsefni þau hafa mestan áhuga á. Það sem hefur verið í vali þetta skólaár er m.a. leirmótun, skák, framandi matreiðsla og bakstur, forritun, teikning og málun. Einnig hafa verið námskeið þar sem nemendur gerðu sér prógram í ræktina og unnu eftir, enski boltinn og námskeið þar sem var fjallað um raunveruleikaþætti og nú síðast er námskeið þar sem er pælt í körfubolta ásamt því að spila þegar veður leyfir. Nýta má hluta af vali nemenda á unglingastigi sem svokallað utanskólaval en þá fá nemendur metið tómstundastarf utan skóla. Nemendaráð og Leiðtogaráð voru hluti af vali á þessu skólaári og það hefur gefist vel. Hluti af námi nemenda er sett upp sem val. Eftir því sem krakkarnir verða eldri eykst vægi vals og er því mest á unglingastigi. Vali á unglingastigi er skipt í fjögur tímabil yfir veturinn og nemendur velja hvaða námskeið eða viðfangsefni þau hafa mestan áhuga á. Það sem hefur verið í vali þetta skólaár er m.a. leirmótun, skák, framandi matreiðsla og bakstur, forritun, teikning og málun. Einnig hafa verið námskeið þar sem nemendur gerðu sér prógram í ræktina og unnu eftir, enski boltinn og námskeið þar sem var fjallað um raunveruleikaþætti og nú síðast er námskeið þar sem er pælt í körfubolta ásamt því að spila þegar veður leyfir. Nýta má hluta af vali nemenda á unglingastigi sem svokallað utanskólaval en þá fá nemendur metið tómstundastarf utan skóla. Nemendaráð og Leiðtogaráð voru hluti af vali á þessu skólaári og það hefur gefist vel. Meðfylgjandi myndir eru frá gærdeginum og sýna nemendur vinna að ýmsum verkefnum í valinu.
22.03.2024

Eldur, ís og mjúkur mosi

Egilsstaðaskóli hefur í vetur verið þátttakandi í verkefninu Eldur, ís og mjúkur mosi sem er samstarfsverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs, Náttúrminjasafns Íslands, listafólks og skóla. Verkefnið fékk styrk úr Barnamenningarsjóði í fyrravor og í vetur hafa krakkarnir í 3ja bekk unnið fjölbreytt verkefni tengd listsköpun, náttúruvernd og Vatnajökulsþjóðgarði undir leiðsögn Írisar Lindar Sævarsdóttur listakonu auk umsjónarkennara árgangsins. Krakkarnir lásu söguna Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og unnu svo sérstaklega með hlutann þegar Flumbra fer að hitta kærastann sinn. Það leiddi þau til þess að skoða leiðir og staði í þjóðgarðinum og fjölbreytta náttúruna sem þar er að finna. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður hitti krakkana og ræddi við þau um þjóðgarðinn. Þau bjuggu til sín eigin tröll og Íris Lind aðstoðaði svo við að vinna myndverk með umhverfi fyrir tröllin. Krakkarnir skrifuðu líka stuttar sögur og bjuggu til myndband í Stop-motion sem þau töluðu inn á eða settu texta. Að auki lærðu krakkarnir ljóðið Vont og gott eftir Þórarin Eldjárn, skrifuðu það upp og myndskreyttu. Foreldrum og aðstandendum var boðið á sýningu þar sem afrakstur verkefnisins var til sýnis og krakkarnir buðu líka upp á veitingar. Það er ekki ólíklegt að umhverfið í þjóðgarðinum hafi með þessu verkefni fengið aðra og meiri merkingu fyrir krakkana í 3ja bekk því nú þekkja þau ýmis kennileiti og hver veit nema tröllin þeirra leynist einhversstaðar bak við hæð!